Aðventumótið - Rúnar og Sigfús byrja með stæl

Fyrstu tvær umferðirnar í Aðventumótinu fóru fram í kvöld.

Tíu manns mættu á fyrsta keppniskvöldið en óskandi væri að fleira krullufólk tæki þátt í mótinu og tæki jafnvel með sér vini og kunningja sem vilja prófa. Þar sem ekki mættu fleiri í kvöld þurfti að stilla liðunum upp þannig að í tveimur liðum voru þrír leikmenn en í tveimur liðum aðeins tveir leikmenn. 

Eftir fyrstu tvær umferðirnar eru Rúnar Steingrímsson og Sigfús Sigfússon efstir og jafnir með 37 stig en þeirra lið unnu báða leiki sína í kvöld. Eins og áður hefur komið fram er dregið saman í lið fyrir hverja umferð. 

Staðan eftir fyrstu tvær umferðinar:

 1.-2.
 Rúnar Steingrímsson    
 37
 1.-2.
 Sigfús Sigfússon
 37
 3. Hallgrímur Valsson
 23
 4.-6.
 Gunnar H. Jóhannesson
 22
 4.-6. Haraldur Ingólfsson
 22
 4.-6. Jens Kristinn Gíslason
 22
 7.-8.
 Davíð Valsson
 21
 7.-8. Kristján Bjarnason
 21
  9.
 Jón Grétar Rögnvaldsson
 8
 10. Svanfríður Sigurðardóttir
 6

Næstu tvær umferðir fara fram miðvikudagskvöldið 8. desember, á sama tíma og undanúrslit Bikarmótsins - ef næg þátttaka næst. Ítrekað er að ekki þarf að skrá sig til leiks fyrirfram, aðeins að mæta tímanlega og skrá sig á staðnum. Úrslit leikja, stöðuna og reglur má finna í excel-skjali - sjá tengil hér neðst í fréttinni.