Karfan er tóm.
Endanleg dagsetning liggur ekki fyrir enn sem komið er en verður annað hvort 18.júlí til 18. ágúst eða 21.júlí til 21. ágúst. Bresku þjálfararnir tveir sem voru í æfingabúðunum í fyrra koma og þjálfa í búðunum, auk þess sem Margrét, einn færasti þjálfari breta kemur líka. Samið hefur verið við Point dans studio um að sjá um balletttíma í búðunum, auk þess sem afístímar með Hóffu verða á bjargi. Heitur matur verður innifalið í hádeginu alla daga, enda þurfa börnin að nærast vel. Þá er gert ráð fyrir fræðslu 2 sinnum í viku. Iðkendum verður skipt í þrjá hópa og fer hver hópur tvisvar sinnum á ís á dag og einn afístíma, auk fræðslu. Allir fá jafnmargar æfingar.
Hámarksverð fyrir 4 vikurnar verður 45 þúsund krónur, en vonandi verður hægt að lækka það eitthvað. Ef það verð stendur þá kosta 2 vikur 27 þúsund krónur og þrjár vikur 40 þúsund. Veittur verður 10% systkynaafsláttur fyrir yngra barnið.
Nauðsynlegt er að fá aðstoð foreldra á meðan á tímabilinu stendur. Við þurfum nauðsynlega að fá fólk sem getur tekið að sér að skutla krökkunum milli hallarinnar og Bjargs, ætti að ganga upp ef allir taka að sér að gera það einu sinni. Þá vantar þar að auki aðstoð við matarmál í hádeginu. Að lokum vantar áhugasamt fólk til að hýsa erlenda iðkendur (krakka) í ca. 10 daga.
Nú fara að vera síðustu forvöð til að skrá sig. Vinsamlegast sendið skráninguna til hildajana@gmail.com ef einhverjar aðrar séróskir eru fyrir hendi sendið tölvupóst.
Nú þegar eru 38 iðkendur skráðir til leiks.