Karfan er tóm.
Sunnudaginn 16. september kl. 17.15 verður æfingamót listhlaupadeildar fyrir Haustmót ÍSS.
Æfingamótið eða "generalprufan" er sett upp sem eins konar mót fyrir A- og B-keppendur (1. og 2. flokk) sem liður í undirbúningi fyrir fyrsta mót ÍSS á þessari vertíð, Haustmót ÍSS, sem fram fer í Skautahöllinni á Akureyri helgina 28.-30. september.
Ákveðið var að fara þessa leið þar sem of kostnaðarsamt væri að halda sérstakt mót fyrir 12 keppendur, en með því að setja upp svona æfingamót í tíma deildarinnar á sunnudaginn fá keppendur tækifæri til að sýna listir sínar í "fullum skrúða" eins og um alvöru mót væri að ræða. Þetta verður nokkurs konar generalprufa fyrir stelpurnar þar sem þær koma í kjólum og greiddar eins og um mót væri að ræða og fara í gegnum prógrömmin eins og á alvöru móti. Engir dómarar verða á æfingamótinu, en Iveta mun fylgjast með og fara yfir það með stelpunum hvað var vel gert og hvað mætti bæta
Nánar verður síðan fjallað um sjálft Haustmót ÍSS þegar nær dregur, en listhlaupadeild SA mun eins og á öðrum mótum tefla fram sterkum og flottum keppendum á mótinu.
Allir eru velkomnir í Skautahöllina á Akureyri til að fylgjast með æfingamótinu á sunnudaginn og er aðgangur ókeypis.
Hér (í pdf-skjali) má svo finna lista yfir mótin í vetur (með fyrirvara um breytingar).