Karfan er tóm.
Staður: Hlíðarbær
Stund: Miðvikudagurinn 4. apríl
Húsið opnað: Kl. 18.30
Borðhald hefst: Kl. 19.30
Matur: Hlaðborð, afmælisterta, gos og kaffi. Aðra drykki þarf hver að sjá um fyrir sig.
Verð: 3.000 krónur á mann (2.000 krónur fyrir 12-14 ára)
Greiðist með peningum við innganginn - enginn posi.
Undirbúningsnefnd Afmælis- og árshátíðar Skautafélags Akureyrar 2012 hvetur alla félagsmenn, iðkendur og velunnara félagsins, fædda 1999 og áður, til að gera sér glaðan dag saman og efla félagsandann. Sérstaklega er þess óskað að mæting verði góð frá öllum deildum þannig að skemmtunin verði fjölbreytilegri.
Engin formleg skráning er á hátíðina, en nefndarmenn munu heyra í sínu fólki, hver í sinni deild.
Á meðan á borðhaldi stendur verða veittar ýmsar viðurkenningar, bæði í yngri flokkum og meistaraflokkum, boðið upp á skemmtiatriði, veitt verða gullmerki félagsins og heiðursviðurkenningar. Veislustjóri verður hinn góðkunni Elvar Jónsteinsson. Skemmtiatriði frá félagsmönnum eru vel þegin og væri gott að hafa samband við veislustjórann fyrirfram.
Hátíðin er opin félagsmönnum, iðkendum og velunnurum félagsins og er miðað við fæðingarárið 1999 sem aldurstakmark. Gengið er út frá því að borðhaldi og dagskrá sem ætluð er yngri gestum verði lokið í síðasta lagi kl. 22.30, en eftir það verði stiginn dans (16 ára og eldri).
Við hvetjum allt SA-fólk til að mæta og taka með sér maka eða aðra gesti.
Nefndin.