Akureyrarmótið 2010 hefst í kvöld.

Sex lið taka þátt í Akureyrarmótinu að þessu sinni.

Nú er ljóst að sex lið munu taka þátt í Akureyrarmótinu 2010. Liðin draga sér bókstaf fyrir leik í kvöld. Vegna þátttöku leikmanna í C Evrópumótinu sem er í gangi um þessar mundir þurfum við að fresta einum leik sem verður þá Mammútar og Riddarar þar sem leikmenn úr báðum þessum liðum taka þátt, Mammútarnir Haraldur,Jens og Sveinn og Sævar Riddari.  Liðin sem taka þátt eru Fálkar, Fífur, Garpar, Mammútar, Riddarar, og Víkingar. Allir leika við alla og munum við nota skot að miðju aðferðina fyrir leik eins og menn kannast við.