Karfan er tóm.
Undanúrslit Akureyramótsins fóru fram í kvöld. Víkingar sigruðu Ullevål örugglega 10 - 3 og Fífur unnu góðan sigur á Görpum 9 - 4. Þessi úrslit þýða að Fífur og Víkingar leika til úrslita um fyrsta sætið en Garpar og Ullevål leika um bronsið. Skytturnar unnu Svartagengið eftir framlengdan leik, en eftir 6 umferðir var staðan 5 - 5 og þurfti því að leika aukaumferð sem Skytturnar unnu með 3 steinum og endaði leikurinn því 8 - 5. Bragðarefir unnu stóran sigur á Riddurum 10 - 2. Lokaumferðin verður leikin mánudaginn 24. nóvember. Minni samt á að það er krulla á miðvikudagskvöld. Leikjauppröðun í lokaumferðinni: 2 Fífur Víkingar 1 sæti 3 Garpar Ullevål 3 sæti 4 Bragðarefir Skyttur 5 sæti 5 Riddarar Svartagengið 7 sæti