Karfan er tóm.
Í dag kl. 17.30 sækja Víkingar lið Bjarnarins heim í Egilshöllina þar sem liðin mætast í deildarkeppni Íslandsmóts karla í íshokkí. Með sigri eða framlengingu tryggja Víkingar sér deildarmeistaratitilinn. Tapi Víkingar fá þeir tækifæri til að tryggja sér titilinn og oddaleiksréttinn á þriðjudagskvöld þegar lið SR kemur norður.
Það er því mikilvægt fyrir okkar menn að sem flestir mæti í Egilshöllina í dag og styðji liðið til sigurs. Lokaleikur deildarkeppninnar fer fram í Skautahöllinni á Akureyri þriðjudagskvöldið 12. mars, en þá mætast Víkingar og SR. Sá leikur hefst kl. 19.30. Úrslitakeppnin hefst fimmtudaginn 14. mars. Fyrir löngu er ljóst að Víkingar og Björninn mætast í úrslitum, aðeins óútkljáð hvort liðið fær oddaleiksréttinn. Það gæti ráðist í kvöld með stuðningi áhorfenda.