Karfan er tóm.
Aldís Kara Bergsdóttir setti nýtt stigamet á Íslandsmeistaramóti ÍSS um helgina. Aldís Kara bætti Íslandsmetið í stutta prógramminu sem hún setti sjálf Finlandia Trophy í október en nú á laugardag fékk hún 47.31 stig. Hún stoppaði ekki þar því í gær bætti hún svo metið í frjálsa líka þegar hún fékk 88,83 stig og 136.40 stig í heildarskor sem er hæsta skor sem skautari hefur fengið á Íslandi.
Aldís Kara er greinilega í miklum ham um þessar mundir en hún er nýbúin tryggja sig inná Evrópumótið sem fram fer í Tallinn í Eistlandi 10.-16. Janúar og verður þá fyrsti íslenski skautarinn sem keppir á Evrópumóti ISU í Senior.