Karfan er tóm.
Það var mikil spenna í öllum leikjum kvöldsins. Fjögur efstu liðin áttust við í innbyrðis viðureign. Mammútar og Bragðarefir áttust við á braut 2 og endaði sá leikur 8 - 5 fyrir Mammúta. Víkingar og Fífur áttust við á braut 3 og var sá leikur í járnum fram á síðasta stein. Eins og sést á úrslitatöflunni þá skoruðu Víkingar 4 steina í annari umferð en Fífur svöruðu með 6 steinum í næstu umferð, síðan skoruðu liðin sín hvor 2 stigin í næstu umferðum og leikurinn endaði því 9 - 8 fyrir Fífum. Á braut 4 spiluðu Skyttur og Garpar og virtust Skyttur ætla að klára þann leik því eftir fjórar umferðir var staðan 6 - 2 fyrir Skyttum en Görpum tókst að snúa leiknum við og ná 3 steinum í fimmtu umferð og 2 í síðustu og unnu þar með leikinn 7 - 6 . Svartagengið og Riddarar áttust við á braut 5. Riddarar voru yfir 4 - 2 fyrir síðustu umferð en Svartagengið náði að skora 3 steina í síðustu umferð og vinna leikinn 5 - 4 . Leikir og staða hér