Karfan er tóm.
Vegna fyrirhugðaðrar hópferðar til Reykjavíkur á NM 8.-10 febrúar, verður haldinn fundur í Skautahöllinni fimmtudaginn 31. janúar kl:18:00 áríðandi er að allir sem hafa hug á því að fara í ferðina mæti. Að sjálfsögðu hvetjum við alla iðkendur til að nýta sér þetta einstaka tækifæri til að bera augum skautara á heimsmælikvarða á Íslandi.
Á fundinum á að sjá endanlegan heildarfjölda þeirra sem vilja fara í hópferð á mótið, þá verður hægt að sjá hvernig einfaldast er að fara í ferðina, hver endanlegur kostnaður verður, hvenær brottför og heimkoma er áætluð o.s.frv.
Á fundinum á einnig að borga miðann inn á mótið: 2.000 kr fyrir fullorðna og 1.000 fyrir yngri en 16. ára. Þannig að endilega mætið með peninga fyrir því. Athugið að deildin hefur einungis tryggt sér 25 miða inn á mótið, þannig að framboðið er takmarkað.
Sendið póst á hildajana@gmail.com sé nánari upplýsinga óskað. Sjáumst hress.