Ársthátíð Skautafélagsins
04.03.2010
Leynast skemmtikraftar á meðal krullufólks? Deildir Skautafélagsins eru hvattar til að koma með skemmtiatriði á árshátíðina (látið Helga Gunnlaugs vita). Hatta- og höfuðfataþema, verðlaun fyrir flottasta búnaðinn.
Árshátíð Skautafélags Akureyrar verður haldin laugardaginn 13. mars í golfskálanum. Allir velunnarar Skautafélagsins eru velkomnir, foreldrar, iðkendur, starfsfólk og áhugafólk allra deilda. Þema árshátíðarinnar er hattar & höfuðföt. Verðlaun fyrir besta útbúnaðinn. Húsvið verður opnað kl. 19.00 og borðhald hefst kl. 20.00. Miðaverð 3.900 krónur. Aldurstakmark er 18 ár nema í fylgd með foreldrum. Skráning er hjá Helga Gunnlaugs í síma 856 5878 fyrir 10. mars.