Karfan er tóm.
Ásynjur taka á móti Ynjum annað kvöld, þriðjudagskvöldið 19. janúar kl 19.30. Leikurinn er toppslagur þar sem Ásynjur eru efstar í deildinni en Ynjur fylgja fast á hæla þeim og þurfa nauðsynlega á sigri að halda til þess að eiga möguleika deildarmeistaratitlinum en þurfa einnig að treysta á hagstæð úrslit úr síðustu leikjunum.
Ásynjur sigruðu síðasta einvígi liðanna 2-0 en það var fyrsta skipti á tímabilinu sem leikur þessara liða endar með meira en eins marks mun. Þetta er í síðasta skipti sem þessi lið mætast í vetur svo það er engin ástæða til þess að láta þennan leik fram hjá sér fara.