Karfan er tóm.
Ásynjur höfðu betur gegn Birninum á laugardag og tryggðu sér þar með deildarmeistaratitilinn í meistaraflokki kvenna þegar 4 leikir eru eftir af mótinu, lokatölur 3-1. Ásynjur höfðu tögl og haldið í leiknum og spiluðu virkilega góðann leik. Ásynjur hafa enn með ekki tapað leik á tímabilinu en þetta var næst síðasti leikur þeirra á tímabilinu.
Ásynjur byrjuðu leikinn með látum og pressuðu stíft á mark bjarnarins frá fyrstu skiptingu. Það má segja að þetta hafi verið saga leiksins en Ásynjur er með ótrúlega hæfileika í að halda pekkinum lantímum saman í sóknarsvæði andstæðinganna með sívinnandi sóknarmönnum sem vinna alla lausa pekki og varnarmönnum sem halda bláu línunni afskaplega vel. Fyrsta mark leiksins skoraði Korbrún Garðarsdóttir af stuttu færi þegar hún fylgdi eftir skoti Evu Karvelsdóttur frá bláu línunni. Annað mark Ásynja kom í byrjun annarrar lotu en þá skoraði Ragnhildur Kjartansdóttir með frábæru viðstöðulausu skoti upp í markhornið eftir gott upphlaup og undirbúning Kolbrúnar, flott samvinna hjá ungu stelpunum en Kolbrún er fædd árið 2002 og Ragnhildur árið 2000. Bjarnarstelpur minnkuðu muninn skömmu síðar en þá átti Flosrún Jóhannesdóttir ágætt skot sem Elise í marki Ásynja náði að slæma hendinni í en pökkurinn datt milli fóta hennar og í markið. Nokkuð var um brottvísanir á bæði lið eftir þetta en Birna Baldursdóttir fékk meðal annars stórann dóm fyrir harkalega tæklingu á opnum ís. Þegar um 3 mínútur lifðu af annarri lotu skoraði Silvía Björgvinsdóttir stórfenglegt mark fyrir Ásynjur án nokkurar aðstoðar en hún vann pökkinn bak við sitt eigið mark og skautaði upp allann völlinn, lék á varnarmenn Bjarnarins og renndi pekkinum með bakhönd milli fóta Karítas í marki Bjarnarins. Þriðja lotann var markalaus en Ásynjur voru sterkari aðilinn spiluðu mjög yfirvegað og kláruðu leikinn án þess að Bjarnarstúlkur næðu að skapa sér teljandi marktækifæri.
Ásynjur spiluðu frábærann leik bæði í vörn og sókn. Ungu stelpurnar, Silvía, Kolbrún og Ragnhildur eru farnar að taka að sér lykilhlutverk í markaskorun liðsins og hafa vaxið mikið á tímabilinu. Hulda spilaði sinn annan leik með Ásynjum og merkilegt hvernig hún smellpassar í spil liðsins þrátt fyrir langa fjarveru frá meistaraflokki en hún er með frábært auga fyrir spili rétt eins og aðrir leikmenn liðsins. Næsti leikur Ásynja og jafnramt síðasti leikur þeirra á tímabilinu er gegn Birninum á útivelli 31. Janúar.