Athyglisverðar hefðir fæðast

Að undanförnu hefur skotið rótum ný hefð á meðal leikmanna meistaraflokks SA.Hefðin lýsir sér þannig að á síðastu æfingu fyrir leik er háð vítakeppni og sá er tapar henni, þ.e. sá er síðastur skorar, þarf að hita upp fyrir leikinn í heldur einkennilegri múnderingu.  Líkt og sjá má á meðfylgjandi mynd af Birni Jakobssyni, þá samanstendur múnderingin af hvítum koho hjálmi með grindi með álímdum hvítum og bleikum kanínueyrum, auk þess sem viðkomandi þarf að klæðast svörtum flauels buxum.  Fyrir leikinn gegn SR þann 29. desember s.l. var það fyrirliðinn sjálfur sem fékk þennan vafasama heiður.