Audrey Freyja Íslandsmeistari valin íþróttamaður SA og skautakona ársins 2007!

Nýverið var Audrey Freyja Clarke valin Skautakona ársins 2007 af Skautasambandi Íslands. Audrey hefur notið þessa titils síðustu árin fyrir frábæran árangur bæði á mótum hér heima og einnig erlendis, hún hefur unnið gott starf í þágu íþróttarinnar t.a.m. verið andlit okkar út á við og átt stóran þátt í auknum áhuga almennings á skautaíþróttinni. Audrey Freyja hefur verið Íslandsmeistari í listhlaupi í Novice flokki 2001 og í junior flokki 2002, 2003, 2004, 2005 og 2007 og nú um síðustu helgi varð hún krýnd Íslandsmeistari í Senior flokki sem er jafnframt elsti flokkur sem keppt er í.  Einnig var Audrey valin Íþróttamaður Skautafélags Akureyrar og var í kjölfarið af því í 3. sæti í vali á Íþróttamanni Akureyrar. Við óskum henni hjartanlega til hamingju með þennan árangur!