Um næstu helgi fer fram BAUTAMÓTIÐ, sem er 2. hluti Íslandsmótsins í 4. flokki hér á Akureyri.
Skoða má dagskrána hér. Það verður mikið um að vera í Skautahöllinni þar sem laugardaguinn byrjar með ísæfingum u18 landsliðsins, svo rétt fyrir 9 byrjar bautamótið og er til 2, en þá er hlé þar og afmælisdagskrá tekur við á milli 2 og 4. Bautamótið heldur svo áfram frá 4 til 7 og þá hefst undirbúningur fyrir leik kvöldsins á milli SA og SR í mfl. sem hefst kl 20. Á sunnudagsmorgun byrjar u18 daginn með isæfingu og svo heldur Bautamótið áfram frá 8,45 til hádegis og síðan er almenningi boðið frítt á skauta til kl 17.