Karfan er tóm.
Garpar náðu að jafna í lokaumferðinni og sigra Skytturnar með tveggja stiga mun eftir aukaumferð.
Skytturnar náðu frumkvæðinu snemma í leiknum og héldu forystu alveg þar til í lokaumferðinni, en Garpar voru þó ekki langt undan.
Í fimmtu umferðinni munaði reyndar minnstu að Skyttunum tækist að skora fimm stig og þannig nánast gera út um leikinn, en í staðinn
skoraði liðið eitt stig. Á lokasprettinum unnu Garpar upp forskotið og náðu að jafna leikinn með því að skora tvö stig í
lokaumferðinni. Það þurfti því aukaumferð til að útkljá málið og þar skoruðu Garpar aftur tvö stig og sigruðu,
9-7.
Liðsmenn Garpa eru: Árni Grétar Árnason, Gunnar H. Jóhannesson, Hallgrímur Valsson, Ólafur Hreinsson og Kristján Bjarnason.
Keppt er um bikar sem Garpar gáfu fyrir nokkrum árum til minningar um Magnús E. Finnson, fyrrum formann SA og liðsmann Garpa.
Úrslit allra leikja (excel-skjal).