Karfan er tóm.
Mánudaginn 30. nóvember hefst bikarmót Magga Finns. Þar sem Skautahöllinni verður lokað vegna framkvæmda þann 1. mars 2016 verður krullutímabilið og mót vetrarins með óhefðbundnu sniði. Bikarmótið verður ekki útsláttarkeppni heldur leika allir við alla, ein umferð. Leikirnir verða 6 umferðir og jafntefli ekki leyfð. Eftir upphitun verður tekið vítaskot. Röðun liða verður ákveðin eftir stigum, innbyrðisviðureign og loks vítaskotum. Öll vítaskot verða talin.
Tekið er á móti skráningum, fram að hádegi 30. nóv. á oh(hjá)vegagerdin.is. Leikmenn án liða eru að sjálfsögðu velkomnir og geta þeir einnig skráð sig. Verður þá myndað lið eða leikmenn settir inn í lið sem aukamenn.