Karfan er tóm.
Fjórða Bikarmóti Krulludeildar lýkur með úrslitaleik miðvikudagskvöldið 30. janúar. Bikarmótið var fyrst haldið 2004. Nú er keppt um bikar sem gefinn var til minningar um Magnús E. Finnsson.
Fyrsta Bikarmót Krulludeildar var haldið í nóvember og desember 2004. Níu lið tóku þátt í fyrsta mótinu og til úrslita léku Víkingar og Garpar. Garpar höfðu sigur, 6-3. Fyrir annað bikarmótið gáfu Garpar farandbikar til minningar um Magnús E. Finnsson, fyrrum liðsmann sinn. Þann bikar urðu Fálkar fyrstir til að vinna en liðið sigraði Skytturnar í úrslitaleik, 4-3. Garpar urðu síðan bikarmeistarar í annað sinn þegar þeir sigruðu Norðan 12 í framlengdum úrslitaleik 2006, 6-4.
Eftirtaldir einstaklingar hafa unnið Bikarmótið:
Tvisvar:
Hallgrímur Valsson
Einu sinni:
Albert Hannesson, Árni Arason, Ásgrímur Ágústsson, Davíð Valsson, Guðmundur Pétursson, Haraldur Ingólfsson, Júlíus Arason, Sigfús Sigfússon, Sigurður Aðils, Sigurður Gunnarsson, Yngvar Björskol.