Karfan er tóm.
Bilun varð í Zamboni-ísheflinum fyrr í kvöld. Viðgerð stendur yfir. Óvíst er hve langan tíma tekur að koma heflinum aftur í gagnið. Líklegt er að bilunin muni hafa áhrif á æfingar í íshokkí á morgun (þriðjudag). Nýjar upplýsingar verða settar hér inn um leið og málin skýrast.
Vegna bilunarinnar varð ekkert af úrslitaleikjum Íslandsmótsins í krullu, sem vera áttu í kvöld. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um nýjan leikdag, en formaður Krulludeildar verður í sambandi við liðsstjóra til samráðs um framhaldið.
Myndbirtingin með þessari frétt er til að undirstrika að maðurinn á myndinni, Þorsteinn Vignisson, er sá sem hefur komið til bjargar og lagað það sem bilar í höndunum á fréttaritaranum.