Birna með sex mörk og tvær stoðsendingar

Myndir: Elvar Freyr Pálsson
Myndir: Elvar Freyr Pálsson


Ásynjur sigruðu SR auðveldlega í mfl. kvenna á Íslandsmótinu í íshokkí í kvöld. Lokatölur: 19-1 (5-0, 7-0, 7-1),

Það er kannski margt hægt að skrifa um leik sem endar 19-1. Yfirburðir Ásynja voru miklir allan leikinn, en þó náðu þær ekki að skora nema tvö mörk á fyrstu tíu mínútunum. Það hefur reyndar stundum virst vandamál hjá þeim að komast í gang og fyrsti leikhluti stundum í slakara lagi. 

Atkvæðamestar í liði Ásynja voru Birna Baldursdóttir með sex mörk og tvær stoðsendingar og Thelma María Guðmundsdóttir með fjögur mörk og þrjár stosendingar. Steinunn Erla Sigurgeirsdóttir skoraði eina mark SR á lokamínútu leiksins.

Mörk/stoðsendingar
Ásynjur
Birna Baldursdóttir 6/2
Thelma María Guðmundsdóttir 4/3
Guðrún Blöndal 3/2
Jónína Guðbjartsdóttir 2/2
Anna Sonja Ágústsdóttir 0/3
Sólveig Gærdbo Smáradóttir 2/0
Silja Rún Gunnlaugsdóttir 2/0
Katrín Ryan 0/2 
Leena Kaisa Viitanen 0/2
Linda Brá Sveinsdóttir 1/0
Arndís Eggerz Sigurðardóttir 0/1
Margrét Róbertsdóttir 0/1
Refsingar: 4 mínútur

SR
Steinunn Erla Sigurgeirsdóttir 1/0
Stefanía Kristín 0/1
Hjördís Albertsdóttir 0/1
Refsingar: 4 mínútur 

Næsti leikur Ásynja verður öllu erfiðari, en þær mæta hinu SA-liðinu, Ynjum, í Skautahöllinni á Akureyri þriðjudaginn 15. janúar og hefst sá leikur kl. 20.30. Leikir þessara liða eru ávallt jafnir og spennandi og aldrei alveg lausir við dramatík.

Myndir frá Elvari Frey Pálssyni úr leiknum í kvöld.