BJÖRNINN KÆRIR NARFA

Sá sorglegi atburður hefur átt sér stað nú í aðdraganda hátíðar ljóss, friðar og umburðarlyndis

BJÖRNINN KÆRIR NARFA
til dómstóls ÍSÍ.

-Fréttin er af vef Bjarnarins-

BJÖRNINN KÆRIR NARFA

Félagið hefur nú kært Narfa vegna brots á reglugerð IHI númer 6.

Aðdragandi kærunnar er að Björninn sendi inn skráningu á tveimur sænskum bakvörðum, sem var hafnað í atkvæðagreiðslu hjá IHI vegna þess að reglugerð um félagsskipti var ekki uppfyllt til hins ýtrasta. Vegna mistaka og misskilnings hjá

Sergei og Geir Oddsyni, barst IHI skráningin nokkrum klukkutímum of seint.

Vitað var að margar aðrar reglugerðir höfðu ekki verið uppfylltar að fullu og því þótti okkur Bjarnarmönnum það sanngjarnt að tekið væri tillit til þessara mistaka.

Því höfnuðu Narfi, SR og SA.

Því er eðlilegt að Björninn fari fram á að farið sé eftir öðrum reglugerðum IHI um mótahald vetrarins.

Vitað var að Narfi uppfyllti ekki reglugerð 6 nú í haust.

Þrátt fyrir það, kröfðust Narfamenn að reglugerð um mótahald skildi uppfyllt að fullu, þegar mistök Bjarnarins voru rædd.

Lái nú hver sem er Birninum, að biðja um það, að Narfi uppfylli reglugerðir IHI.

Á heimasíðu Narfa lætur Sigurður Sigurðsson að því liggja að formaður Bjarnarins standi fyrir kærunni, því hann undirriti hana.

Sigurður á að vita að aðeins formaður félags getur skrifað undir kærur félaga til dómstóls ÍSÍ, þar sem formaðurinn er skráður forsvarsmaður félags.

Um kæruna var fjallað af tveimur aðskildum stjórnum hjá Birninum,

stjórn íshokkídeildar og síðan aðalstjórn félagsins.

Í þessum stjórnum sitja 10 manns.

Að því að ég veit best, afgreiddi íshokkístjórn málið samhljóða, þar kom formaður Bjarnarins ekki að.

Þegar aðalstjórn ræddi málið varð niðurstaðan sú að hún var samþykkt samhljóða.

Það voru því 10 forystumenn Bjarnarins sem fjölluðu um málið, ekki einn.

Mér finnst að árásum Sigurðar á formann Bjarnarins, megi nú linna.

Ég fullyrði að fáir, eða engir, hafa unnið betra eða óeigingjarnara starf fyrir íshokkíhreifinguna.

Þetta er sem sagt aðdragandinn að því að farið er fram á það að Narfi fari eftir reglugerðum ÍHÍ.

Með íþróttakveðju,

Skúli Bergmann.