Karfan er tóm.
Jötnar og Björninn mættust á Íslandsmótinu í íshokkí karla í Skautahöllinni á Akureyri í gær. Úrslitin: Jötnar - Björninn 1-5 (0-2, 0-3, 1-0).
Fyrirfram var vitað að leikurinn yrði erfiður fyrir heimamenn. Bjarnarmenn náðu tveggja marka foyrstu í fyrsta leikhluta og bættu við þremur í öðrum, þannig að staðan var orðin 0-5. En Jötnar héldu síðan hreinu í lokalotunni.
Tölfræðin segir eiginlega allt sem segja þarf um leikinn. Bjarnarmenn áttu 60 skot á mark og rötuðu fimm þeirra í netið. Jötnar áttu alls 10 skot á mark og náðu að setja eitt í lokalotunni. Raunar unnu Jötnar lokalotuna því Björninn náði fimm marka forystu með tveimur mörkum á sömu mínútunni seint í öðrum leikhluta, en þar með var sagan öll. Gestirnir náðu ekki að skora í þriðja leikhluta, en það gerði hins vegar Ben DiMarco fyrir Jötna. Já, Jötnar unnu lokalotuna 1-0. Úrslitin: Jötnar - Björninn 0-5 (0-2, 0-3, 1-0). Bein atvikalýsing (ÍHÍ).
Björninn er nú kominn með 23 stig að loknum átta leikjum, Víkingar koma næstir með 16 stig í sjö leikjum. Í keppni B-liðanna eru sunnanliðin, Fálkar og Húnar, með níu stig eftir átta leiki, en Jötnar með þrjú stig eftir sjö leiki.
Mörk/stoðsendingar
Jötnar
Ben DiMarco 1/0
Andri Freyr Sverrisson 0/1
Rúnar Freyr Rúnarsson 0/1
Refsimínútur: 10
Varin skot: 55
Björninn
Lars Foder 1/1
Róbert Freyr Pálsson 1/1
Birkir Árnason 1/0
Brynjar Bergmann 1/0
Thomas Steimle 1/0
Ólafur Björnsson 0/1
Trausti Bergmann 0/1
Refsimínútur: 6
Varin skot: 9
Það er stutt í næstu leiki í Skautahöllinni á Akureyri því bæði karla- og kvennalið SR koma í heimsókn næstkomandi laugardag, 23. nóvember. Víkingar og SR mætast kl. 16.30 í mfl. karla og strax að þeim leik loknum, um eða upp úr kl. 19, mætast svo kvenna lið SA og SR.
Mynd: Ásgrímur Ágústsson (15.10.2013)