Bréf heim til keppenda á Vinamóti

Hér undir "lesa meira" er að finna bréf sem iðkendur í 3. eldri og 3. yngri fengu með sér heim í dag.

Kæru iðkendur og foreldrar!

 

Um næstu helgi verður haldið Vinamót hér í höllinni okkar þar sem við fáum til okkar keppendur C flokka frá bæði SR og Birninum. Þetta mót er tileinkað C keppendum einungis. Upplýsingar varðandi mótið er að finna á heimsíðu deildarinnar, bæði er þar að finna dagskrá og skráða keppendur. Vinsamlegast kíkið á þessar upplýsingar og látið vita ef einhver er ekki á lista sem ætlar sér að keppa eða ef einhver er á lista sem ekki ætlar að keppa.

 

Á föstudaginn næsta (14. mars) á æfingatíma 3. flokks eldri skulu allir mæta sem keppa um helgina, bæði úr 3. yngri flokki og 3. eldri. Æfingin byrjar kl. 15 og er búin 15:45. Mikilvægt er að mæta í keppniskjól/keppnisfötum á þessa æfingu þar sem hún er hugsuð sem eins konar generalprufa fyrir keppendurna.

 

Ef eitthvað er óljóst hafið endilega samband við Helgu Margréti yfirþjálfara í gegnum e-mail (helgamargretclarke@gmail.com) eða í síma 6996740 fyrir kl. 22.

 

Kær kveðja,

Helga Margrét Clarke