26.08.2006
Á morgun sunnudaginn 27. ágúst verður breyting á æfingatíma. Bæði M og 5. hópur mæta milli 18 og 19!
Tímabundna tímataflan er komin í valmyndina hér til vinstri á síðunni og er hún í gildi til 4. september en þá tekur tímataflan 2006-2007 gildi. Sú tímatafla er þó birt með fyrirvara og geta einhverjar smávægilegar breytingar orðið á henni.
Allir iðkendur sem þurfa nýjan dans eiga að koma með tónlist til Helgu þjálfara fyrir mánudaginn 4. september. Einkatímar ætlaðir til vinnslu í prógrömmum/dönsum verða á tímabilinu 4.-19. september og verður einkatímatafla hengd upp á korktöflu í klefa 3 á mánudaginn nk. Allir verða að muna að skrá sig tímanlega. (30 mín. í einkatíma kosta 1500 kr og 60 mín. 3000 og greiðist áður en einkatíminn hefst).
Frá og með mánudeginum 28. ágúst er ætlast til að iðkendur mæti a.m.k. 20 mín. fyrir hvern ístíma og hiti upp og skokki í 10 mín. eftir hvern ístíma og geri teygjur.