Karfan er tóm.
Guðrún Kristín Blöndal og Birna Baldursdóttir hafa báðar verið máttarstólpar í liði SA um árabil og landsliðskonur í íshokkí. En árin hafa liðið og þær hafa ekki verið að yngjast - þannig týnist tíminn. Báðar hafa ákveðið að draga sig í hlé úr "alvöru" hokkíinu og þar með landsliðinu.
Eins og áður hefur komið fram hefur orðið breyting á fyrirkomulagi á Íslandsmótinu í íshokkí kvenna, aðeins eitt lið frá SA í stað tveggja eins og undanfarin ár. Það eru því margar ungar í leikmannahópi SA á þessu tímabili því þær reyndari (og sumar bæði reyndar og ungar) eru í æfingahópi landsliðsins þar sem meiri áhersla er lögð á æfingar og æfingaleiki en þátttöku í Íslandsmótinu.
Og meðalaldurinn í þeim hópi lækkaði snarlega á dögunum því tvær af "gömlunum", þær Birna Baldursdóttir og Guðrún Kristín Blöndal, hafa ákveðið að hægja á rennslinu, leggja "meistara" skautana á hilluna, en eiga væntanleg eftir að sjást eitthvað með eldri drengjum á svellinu áfram.
Inn í landsliðshópinn eru komnar í þeirra stað þær Bergþóra Heiðbjört Bergþórsdóttir og Katrín Ryan. Þar voru fyrir frá SA þær Arndís Eggerz Sigurðardóttir, Diljá Sif Björgvinsdóttir, Guðrún Marín Viðarsdóttir, Hrund Thorlacius, Jónína Margrét Guðbjartsdóttir, Katrín Ryan, Linda Brá Sveinsdóttir, Silja Rún Gunnlaugsdóttir, Silvía Rán Björgvinsdóttir, Sunna Björgvinsdóttir og Thelma María Guðmundsdóttir.
Báðar eiga þær Birna og Guðrún langan og farsælan feril að baki á skautunum, með SA og landsliðinu.
Birna Baldursdóttir (Mynd: Ásgrímur Ágústsson, 8. mars 2013)
Guðrún Kristín Blöndal (Mynd: Ásgrímur Ágústsson, 8. mars 2013)