Karfan er tóm.
Vegna Bautamótsins í 4. flokki í íshokkí núna um helgina og þátttöku listhlaupsiðkenda héðan í Haustmóti ÍSS í Reykjavík helgina 27.-29. september hafa deildirnar komið sér saman um breytingar á tímatöflum um helgina og í komandi viku.
Hokkíæfingar falla niður á laugardags- og sunnudagsmorguninn - sjá dagskrá Bautamótsins. Eins og komið hefur fram annars staðar verður einnig breyting á almenningstíma á laugardag, aðeins opið til kl. 16, en ekki 17 eins og venjulega.
Listhlaupsæfingar falla einnig niður á laugardag, nema hvað Skautaskólinn fyrir byrjendur verður á sínum stað kl. 12.05. Hugsanlegt er að einhver smá röskun verði á tímasetningu Skautaskólans vegna mótsins, en það verða þó aldrei nema örfáar mínútur.
Listhlaupadeild fær tímann kl. 16.15-17.00 á sunnudag (22.09.), kl. 15.00-16.10 á þriðjudag (24.09) og kl. 15.10-16.20 og 18.10-19.00 á fimmtudag (26.09.)
Á föstudag (27.09.) verður hokkídeildin með tímann kl. 16.10-18.50, á laugardag (28.09.) kl. 11.00-11.55 og á sunnudag (29.09.) kl. 8.00-11.00 og 18.00-19.55. Skautaskóli Listhlaupadeildar verður á hefðbundnum tíma þennan laugardag einnig.
Þjálfarar deildanna munu upplýsa iðkendur og foreldra um það hvaða flokkur fær hvaða tíma í tengslum við þessar breytingar um helgina og í komandi viku.