Karfan er tóm.
Ekki er lengur frítt fyrir iðkendur innan félagsins í almenningstíma á virkum dögum. Á móti lækkar verð á 10 tíma korti fyrir iðkendur.
Hingað til hefur verið frítt í almenningstíma á virkum dögum fyrir iðkendur sem greiða æfingagjöld. Við opnun í haust fækkaði reyndar virku dögunum því ekki hefur verið opið á miðvikudögum og fimmtudögum. Tíminn kl. 13-16 á föstudögum hefur verið eini "virki dagurinn", en nú verður breyting á þessu.
Frá áramótum greiða allir aðgangseyri í almenningstíma, bæði á virkum dögum og um helgar. Á það við bæði um iðkendur sem mæta í almenningstíma á eigin vegum eða til aukaæfinga/einkatíma með þjálfara.
Á móti hefur verð á 10 tíma korti fyrir iðkendur verið lækkað úr 3.000 krónum í 2.500 krónur og iðkendur þurfa ekki að greiða aðgangseyri tvisvar sama daginn, þ.e. ef greitt er inn á föstudegi í dagtímanum þarf sami iðkandi ekki að greiða aftur inn á skautadiskó sama kvöld. Verð á 10 tíma korti fyrir almenning er óbreytt, 5.000 krónur.
Nýtt fjölskyldu- og hópatilboð
Breyting hefur verið gerð á fjölskyldutilboðinu í almenningstíma. Þegar greitt er fyrir fjóra eða fleiri saman er verðið 500 krónur fyrir eldri en 16 ára, 300 krónur fyrir 6-16 ára, en fullt verð á skautaleigu fyrir alla, 400 krónur. Gerð eru tilboð sérstaklega hverju sinni ef um stærri hópa er að ræða.
Samlokukort
Sú nýbreytni hefur einnig verið tekin upp í sjoppunni að hægt er að kaupa afsláttarkort fyrir "samloku+kókómjólk", "samloku+svala" og "kaffi". Verðið er sem hér segir:
5 samlokur + kókómjólk = 2.200
5 samlokur + svali = 2.000
7 x kaffi = 1.000