Laugardaginn 8. nóv. er komið að hinu árlega Brynjumóti hér á Akureyri. Brynjumótið er eins og flestir vita mót yngstu iðkendanna í íshokkí og því fylgir alltaf mikil gleði og ákefð. Dagskrá mótsins er öðruvísi en fyrr, að því leiti að 5.fl. hefur verið færður í mót með 4.fl. þar sem keppendafjöldi var að vaxa okkur yfir höfuð, en þeir voru orðnir um 150. Það eru því 6. og 7.flokkur sem keppa á þessum yngstu flokka mótum í vetur.
Dagskrá Brynjumótsins má skoða hér, og eins er tengill í valmyndinni hér til vinstri. Á sunnudeginum verða svo engar æfingar fyrir þá sem voru að keppa á laugardeginum þ.e. 6. 7. og byrjendaflokki.