Karfan er tóm.
Nú er Fríu Byrjendatímunum lokið í þetta skiptið en auðvitað eru allir velkomnir sem vilja prófa hokkí og er um að gera fyrir þá að mæta í skautahöllina á æfingatímum ( tímatafla er á forsíðu heimasíðunnar ) eða afla sér upplýsinga með fyrirspurn ( hnappur í valmyndinni hér til vinstri ) hér á síðunni eða hringja í 660-4888 Reynir.
Athugið að nýjir iðkendur fá að byrja á hálfu gjaldi.
Kveðja Hokkí-Stjórnin
Hér fyrir neðan má sjá hvernig fyrirkomulagið var með byrjendatímana.
Núna á Sunnudaginn næsta 11. sept. byrjar hjá hokkídeildinni SKAUTASKÓLI / LEIKUR Á SKAUTUM undir stjórn þjálfara og verður kl. 16 til 17. Allt frítt til 10.Október. NÚ ER UM AÐ GERA AÐ KOMA OG PRÓFA OG HAFA GAMAN AF.
ÍSHOKKÍ
Hvað er íshokkí?
Íshokkí er hraður og skemmtilegur leikur sem allir hafa gaman af, bæði stelpur og strákar! Fimm leikmenn fyrir utan markmann eru inná ísnum í einu og með kylfu í höndum er markmiðið að koma svartri gúmmíplötu, sem kallast ,,pökkur” í mark andstæðinganna. Íshokkíleikmaður er varinn fyrir föllum og skellum með ansi fjölbreyttum hlífðarbúnaði. Hann er með hjálm á höfðinu, olnbogahlífar, legghlífar, brynju og hlífðarbuxur til að verja hann sem best. Ásamt því að vera með kylfu í hönd og skautana á réttum stað.
Það kostar ekkert að prófa.
Krakkar sem vilja prófa þurfa ekki allan þennan útbúnað, en best væri þó að eiga skauta. Annars er hægt að fá lánaða skauta í Skautahöllinni, ásamt hjálmi og kylfu, en þá er líka allt komið sem byrjandi þarfnast til að fara af stað ásamt auðvitað kjarki til að skella sér út á ísinn. Öllum sem vilja gefst kostur á að prófa íshokkí frítt til 10. október. Allir velkomnir.
Þjálfarar og leiðbeinendur íshokkídeildar hafa mikla reynslu af þjálfun og störfum með börnum og unglingum og taka vel á móti öllum nýliðum. Aðstaða til æfinga er eins og best verður á kosið í Skautahöllinni, sem stendur við Krókeyri í innbænum. Byrjendanámskeið verður á sunnudögum kl. 16-17 og fimmtudögum kl. 15-16. Sniðugt fyrir þá sem búa í sveitinni að taka sig saman og skiptast á að keyra krakkana í góða og skemmtilega hreyfingu!!!
Nánari upplýsingar í skautahöllinni í síma 461-2440 og á heimasíðunni. Einnig er hægt að skrá sig á heimasíðunni og á skraning@sasport.is.
Hlökkum til að sjá þig!
SKAUTAFÉLAG AKUREYRAR.