Karfan er tóm.
Upplýsingablað vegna Vinamóts 7. - 8. mars 2009 á Akureyri
Keppandi í: ___________________________________________________________
Föstudagurinn 6. mars: Dregið í keppnisröð í Skautahöllinni á Akureyri kl. 18 í fundarherberginu. Það er ekki skylda að mæta, ef maður mætir ekki þá dregur einhver annar fyrir mann.
Laugardagurinn 7. mars: Mæting fyrir 10 ára og yngri C stundvíslega kl. 07:50, mæta inn í klefa merktum SA og hitta þar þjálfara.
Mæting fyrir 12 ára og yngri C og 13 ára og yngri C drengir stundvíslega kl. 09:30, mæta inn í klefa merktum SA og hitta þar þjálfara.
Þegar keppendur eru búnir að keppa þá mega þeir fara úr skautunum og fara upp í stúku og horfa á þá sem eftir eru, þegar síðasti keppandi dagsins hefur lokið keppni þá skulu allir sem kepptu þann dag fara aftur í skauta og út á svellið þar sem verðlaunaafhending fer fram.
Ath. þeir sem ekki keppa þennan dag skulu endilega mæta og hvetja okkar "lið" ☺
Sunnudagurinn 8. mars: Mæting fyrir 8 ára og yngri C og 9 ára og yngri C drengir stundvíslega kl. 07:50, mæta inn í klefa merktum SA og hitta þar þjálfara.
Mæting fyrir 14 ára og yngri C stundvíslega kl. 08:15, mæta inn í klefa merktum SA og hitta þar þjálfara.
Þegar keppendur eru búnir að keppa þá mega þeir fara úr skautunum og fara upp í stúku og horfa á þá sem eftir eru, þegar síðasti keppandi dagsins hefur lokið keppni þá skulu allir sem kepptu þann dag fara aftur í skauta og út á svellið þar sem verðlaunaafhending fer fram.
Ath. þeir sem ekki keppa þennan dag skulu endilega mæta og hvetja okkar "lið" ☺
Foreldrar ath! Foreldrafélagið er með til sölu rósir, bangsa og lukkupakka til að henda inn á svellið eftir að skautari hefur lokið keppni. Það er ekki posi á staðnum þannig að munið að taka með pening ef þið viljið kaupa hjá þeim.
Tékklisti keppenda! - Það sem þarf að hafa í keppni
Skautar ☺
Skautahlífar (plasthlífar) ☺
Keppniskjóll/samfestingur og skautasokkabuxur (stelpur) ☺
Svartar buxur og skyrta/þröngur bolur (strákar) ☺
Flíspeysa/peysa til að hita upp í á ísnum (hettulaus) ☺
Vettlingar ☺
Skautasokkabuxur ☺
Spennur og teygjur í hár ☺
Íþróttaskór til að hita upp í ☺
Hlý úlpa meðan beðið er og teppi ☺
Vatnsbrúsi ☺
Það sem hafa þarf í huga þegar keppni er framundan:
o Að vera úthvíldur og vel sofinn
o Muna að borða hollan mat og drekka vel af vatni vikuna fyrir mót
o Forðast atburði sem geta leitt til meiðsla
o Nota þann tíma sem gefst í að slaka á
o Fara reglulega í gegnum dansinn í huganum t.d. áður en farið er að sofa
o Teygja LÉTT á á hverjum degi en styttra í einu en venjulega
o Muna að hugsa á jákvæðum nótum