Dómaranámskeið í íshokkí - endurnýið skráningu (Uppfært: Dagskrá)

Mynd: Ásgrímur Ágústsson
Mynd: Ásgrímur Ágústsson


Fyrirhugað er að halda dómaranámskeið í íshokkí í Skautahöllinni á Akureyri helgina 28.-29. september. Áhugasamt hokkífólk er vinsamlega beðið um að endurnýja fyrri skráningu. 
Mikilvægt að væntanlegir þátttakendur lesi þessa frétt og það efni sem vísað er í með tenglum í fréttinni.

 

Dagskrá dómaranámskeiðsins er nú tilbúin en námskeiðið verður haldið dagana 28. og 29. september.

Tímasetningar eru eftirfarandi:
Laugardagur
14:00 – 16:00 kennslustofa.

Sunnudagur
8:00 – 9:00 Próf á ís
9:30 – 16:30 kennslustofa + skriflegt próf

Námskeiðið er gott tækifæri bæði fyrir karla og konur sem hafa áhuga á dómgæslu, sem og fyrir leikmenn almennt til að læra leikreglurnar. Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu og er ætlað þeim sem eru á meistaraflokksaldri.

Skráning á námskeiðið er hjá Sigurgeir Haraldssyni í s. 893 7506 eða í sighar15@gmail.com - Sigurgeir veitir nánari upplýsingar.

Mikilvægt að væntanlegir þátttakendur lesi það efni sem vísað er í með tenglum hér neðar í fréttinni.

Mjög áríðandi er að þeir sem ætla að sækja námskeiðið undirbúi sig áður en námskeiðið hefst. Helsta námsefni sem lesa þarf er:

Reglubók
Dæmabók
Verklagsreglur línu- og aðaldómara (kafla 4 og 5)

Námskeiðinu lýkur með skriflegu prófi. Frekari upplýsingar er hægt að fá með því að senda póst á ihi@ihi.is.