Emilía Rós Ómarsdóttir er íþróttamaður SA 2014

Stjórn Skautafélags Akureyrar hefur valið Emilíu Rós Ómarsdóttur íþróttamann félagsins fyrir árið 2014. Emelía mun því vera ein af þeim íþróttamönnum sem koma til greina við val á íþróttamanni Akureyrar.

Emilía Rós Ómarsdóttir er fædd 21 ágúst 1999 og hefur hún æft skauta  frá 7 ára aldri. Emilía Rós hefur staðið sig vel allan sinn skautaferill og er hún búin að vera í Landsliði Íslands síðastliðin 3 tímabil en Emilía Rós keppir í Stúlknaflokki A (Advance Novice) og hefur hún átt fastan stað á verðlaunapöllum á mótum hérlendis síðastliðin 3 ár t.d síðastliðið ár vann hún til gullverðlauna á RIG, Haustmóti ÍSS og einnig er hún Bikarmeistari 2014. Emilíu Rós hefur vegnað vel á mótum erlendis og hefur hún komið með nokkra verðlaunapeninga hingað heim. Einnig var hún first íslenskra skautara til að ná verðlaunasæti á móti á vegum ISU (Alþjóða skautasambandið). Hún skilaði besta árangri íslensku stúlknanna á Norðurlandamótinu sem að var haldið í Svíþjóð 2014  en þar náði hún 14 sæti. Einnig náði Emilía Rós 6. sæti á ISU Sportland Trophy sem haldið var í Budapest. Emília Rós er einnig  búin að tryggja sér sæti á Norðurlandamótinu 2015 sem haldið verður í Stafanger í Noregi næstkomandi febrúar.

Emilía Rós er góð fyrirmynd fyrir alla iðkendur og er dugnaður, vinnusemi og góð ástundun alltaf í fyrirúmi og má með sanni segja að hún Emilía Rós er skautari af líf og sál. Einnig má segja að hún Emilía Rós hafi gert listhlaup á skautum að fjölskyldusportinu því báðar yngri systur hennar þær Rebekka Rós og Indíana Rós eru að æfa listhlaup.

Íþróttamenn deilda Skautafélagsins 2014

Í kjörinu komu til greina allir þeir íþróttamenn sem valdir voru íþróttamenn deilda en auk Emilíu úr lishlaupadeild voru í kjörinu Davíð Valsson og Svanfríður Sigurðardóttir úr krulludeild, Jóhann Már Leifsson og Linda Brá Sveinsdóttir úr íshokkídeild.