Karfan er tóm.
Undanúrslit evrópumótsins fóru fram í kvöld. Dönsku stelpurnar sem komu til okkar á Ice cup 2007 voru hársbreidd frá því að komast í úrslitaleikinn þegar þær töpuðu fyrir Svíþjóð með einum stein. Eftir átta umferðir voru "stelpurnar okkar" tveimur steinum yfir 6 - 4 en sænsku stelpurnar skoruðu fjóra steina í níundu umferð og snéru dæminu við og voru tveimur steinum yfir fyrir síðustu umferð, en í henni náðu dönsku stelpurnar aðeins einum stein og töpuðu því leiknum því 8 - 7 . Þetta sænska lið sem Anette Nordbeg stýrir er eitt sigursælasta kvennalið sögunnar en þær eru búnar að vinna alla titla sem hægt er í krullu. Sjö sinnum hafa þær unnið evrópumótið, tvisvar heimsmeistaramótið og eru núverandi Olympíumeistarar. .