Karfan er tóm.
Jötnar töpuðu fyrir Fálkum í mfl. karla á Íslandsmótinu í íshokkí í gær. Úrslit: Fálkar -
Jötnar 6-3 (3-0, 2-3, 1-0).
Jötnar mættu heldur fáliðaðir til leiks, aðeins með tvær línur á móti mun fleiri heimamönnum. Fálkar byrjuðu enda leikinn af krafti og skoruðu þrjú mörk í fyrsta leikhluta, það fyrsta strax á upphafsmínútunum og bættu síðan við marki um miðja lotuna og aftur á lokamínútunni.
Jötnar náðu að minnka muninn í 2-3 með mörkum Orra Blöndal og Stefáns Hrafnssonar á fyrstu fimm mínútum annars leikhluta, en Fálkar juku þá aftur muninn í tvö mörk. Aftur minnkaði Stefán Hrafnsson muninn, en Fálkar svöruðu og staðan orðin 5-3 eftir annan leikhluta.
Þriðji leikhluti virðist svo hafa verið tíðindalítill ef marka má atvikalýsingu leiksins, tvær brottvísanir á upphafsmínútunni og síðan bættu Fálkar við sjötta marki sínu á lokamínútu leiksins.
Úrslitin: Fálkar - Jötnar 6-3 (3-0, 2-3, 1-0). Þetta voru fyrstu stig Fálka í vetur, en Jötnar hafa 12 stig eftir átta leiki.
Mörk/stoðsendingar
Fálkar
Pétur Maack 2/1
Tómas Ómarsson 1/1
Styrmir Friðriksson 1/1
Sindri Björnsson 1/0
Egill Þormóðsson 1/0
Bjarki Jóhannesson 0/2
Árni Bernhöft 0/2
Refsingar: 6 mínútur
Jötnar
Stefán Hrafnsson 2/0
Orri Blöndal 1/1
Ingvar Þór Jónsson 0/1
Refsingar: 8 mínútur
Bein atvikalýsing (á vef ÍHÍ)