Karfan er tóm.
Það eru þeir Árni Arason, Haraldur Ingólfsson, Jón Grétar Rögnvaldsson og Jónas Gústafsson sem héldu utan í dag til að taka þátt í 25 ára afmælismóti Tårnby klúbbsins, en mótið gengur undir heitinu Tårnby Cup. Íslensk lið hafa nokkrum sinnum áður tekið þátt í þessu móti.
Liðið leikur sem "The Wise Guys" og hefur keppni klukkan 8 í fyrramálið gegn dönsku liðin, "Finkerne". Annar leikurinn verður strax kl. 13.15 á morgun, þriðji leikurinn kl. 9.45 á föstudag en leikir á laugardag og sunnudag fara eftir stöðunni að loknum fyrstu þremur umferðunum.
Liðið spilar í gömlum knattspyrnudómaratreyjum og það skýrir að einhverju leyti nafngiftina. Ef myndin prentast vel má sjá gult og rautt spjald sem "dómararnir" ætla að veifa á andstæðingana ef þeim sýnist svo.
Úrslit og stöður má sjá á heimasíðu Tårnby Curling Club (sjá hér að neðan).