Karfan er tóm.
SA-liðin áttu frábæra helgi á Bautamótinu, unnu alla leikina gegn SR og Birninum.
Bautamótið tókst í alla staði mjög vel og helgin var hreint út sagt frábær hjá liðunum okkar, en SA sendi A- og B-lið til keppni. Björninn mætti einnig með A- og B-lið, en SR bara með A-lið. Í keppni A-liðanna mættust öll liðin tvisvar, en B-lið SA og Bjarnarins mættust fjórum sinnum.
Skemmst er frá því að segja að SA-liðin unnu alla leikina, flesta með nokkrum yfirburðum, en einn eftir framlengingu.
Úrslit leikja hjá A-liðum
SR - Björninn 5-0 (1-0, 2-0, 2-0)
SA - SR 5-0 (1-0, 4-0, 0-0)
Björninn - SA 1-5 (1-0, 0-2,
0-3)
SR - SA 1-8 (0-1, 0-3, 1-4)
SA - Björninn
3-2 (0-0, 1-0, 1-2, 1-0)
Björninn - SR 4-3 (0-1, 1-2, 2-0, 1-0)
Mörk SA:
Egill Birgisson 5
Sigurður Freyr 4
Silvía Rán 3
Atli Þór 2
Axel Snær 2
Halldór Ingi 1
Heiðar Örn 1
Sveinn Verneri 1
Sunna Bj. 1
Kristján Árna 1
B-liðið vann alla fjóra leikina nokkuð örugglega gegn B-liði Bjarnarins.
Úrslit leikja hjá B-liðunum:
Björninn - SA
2-4 (0-3, 1-1, 1-0)
SA - Björninn 8-1 (2-1, 2-0, 4-0)
Björninn SA 1-8 (1-1, 0-1, 0-6)
SA - Björninn 6-1 (2-0,
2-1, 2-0)
Mörk SA:
Auðunn Orri 7
Gunnar 6
Kolbrún 3
Róbert Máni 2
Ágúst Máni 2
Sindri Snær 2
Hermann 1
Ragnhildur 1
Ari 1
Hallbjörn 1
Eitt myndaalbúm er komið inn á síðuna, en eins og áður hefur komið fram var alvöru ljósmyndari einnig á ferð með vélina sína og vonandi fáum við að sjá afrakstur þess innan tíðar.
Uppfært: Einn leikur A-liðsins og allir leikir B-liðsins voru teknir upp og geta foreldrar eða aðrir komið og fengið að afrita þá, t.d. yfir á flakkara. Stærð skránna er samanlögð rúmlega 13gb. Leikirnir eru í möppu á skjáborði tölvunnar í Skautahöllinnil