Karfan er tóm.
Um síðastliðin mánaðamót fór 4. flokkur á helgarmót í Laugardalnum. Ekki vildi þó betur til en svo að SA var eina félagið sem mætti til leiks með tvö lið. B-lið SA þurfti því að keppa eingöngu við A-lið og átti skiljanlega erfitt uppdráttar. A-lið SA er í harðri baráttu við Björninn, en þessi lið unnu hvort sinn leikinn, auk þess sem bæði liðin unnu báða leikina gegn SR og SA2.
Úrslit leikja
SA1-SR 14-3 og 11-1
SA1-Björninn 2-0 og 1-3
SA1-SA2 13-0 og 12-0
SA2-Björninn 1-10 og 0-16
SA2-SR 0-7 og 3-8
Mörk/stoðsendingar
SA1
Heiðar Örn Kristveigarson 11/1
Axel Snær Orongan 8/3
Halldór Ingi Skúlason 7/4
Kristján Árnason 5/6
Bjartur Geir Gunnarsson 5/4
Guðmundur Orri Knutsen 5/0
Einar Kristján Grant 3/3
Gunnar Aðalgeir Arason 3/2
Sunna Björgvinsdóttir 2/1
Róbert Máni Hafberg 1/1
Halldór Ingi Skúlason 0/1
Ragnhildur Helga Kjartansdóttir 1/0
SA2
Kolbrún María Garðarsdóttir 2/0
Andri Þór Skúlason 1/0
Fannar Snær Ásmundsson 1/0
3. flokkur
Til stóð að haldið yrði helgarmót í 3. flokki hér á Akureyri um liðna helgi, en þegar til kom mætti SR ekki með lið til leiks og því fóru aðeins fram tveir leikir milli SA og Bjarnarins. Björninn vann báða leikina.
Úrslit leikja:
SA-Björninn 1-5 og 1-8
Mörk/stoðsendingar
Silvía Rán Björgvinsdóttir 1/1
Alfreð Aðils 1/0
Diljá Sif Björgvinsdóttir 0/1