Fróðleiksmoli um krullureglur

Reglur eru mikilvægar í krullu eins og öðrum íþróttum, þó svo í raun sé hægt að leysa flest það sem upp kemur í leik með því að hafa "anda íþróttarinnar" að leiðarljósi. En til þess að geta leyst mál á einfaldan hátt er samt sem áður mikilvægt að leikmenn þekki reglurnar og kunni að beita þeim. Hér er einn fróðleiksmoli um reglur.

Í grein R11 í krullureglum WCF er fjallað um stigaskor. Hér er fróðleiksmoli um greinar (a) og (h).

Á ensku eru þessar greinar svona:

  • (a) The result of a game is decided by a majority of points at the completion of the scheduled ends of play, or when a team concedes victory to its opponent, or when one team is mathematically eliminated.

  • (h) A team concedes a game only when it is the delivering team. When a team concedes the game before the completion of an end, the score of the end is determined at that time, in the following manner
    • (i) If both teams still have stones to be delivered, “X”s are placed on the scoreboard.
    • (ii) When only one team has delivered all of their stones:
      • 1) If the team that delivered all its stones has stone(s) counting, no points are given, “X”s are placed on the scoreboard.
      • 2) If the team that did not deliver all its stones has stone(s) counting, these points are given and placed on the scoreboard.
      • 3) If no stones are counting, “X”s are placed on the scoreboard.
 Á íslensku mætti þýða þessa reglur svona:
  • (a) Úrslit leiks ákvarðast af fjölda stiga þegar tilætluðum fjölda umferða er lokið eða þegar lið játar sig sigrað af keppinautnum eða þegar annað liðið er stærðfræðilega útilokað frá sigri. Ef staðan er jöfn við lok tilætlaðs fjölda umferða heldur leikurinn áfram með aukaumferð og vinnur það lið leikinn sem skorar fyrst.

  • (h)    Lið getur aðeins hætt leik þegar það á að senda stein. Þegar lið hættir leik áður en umferð er lokið ákvarðast skorið í þeirri umferð sem hér segir:
    • (i)  Ef bæði lið eiga eftir að senda steina eru sett „X“ á skortöfluna.
    • (ii) Þegar aðeins annað liðið hefur klárað alla sína steina:
      • 1) Ef liðið sem hefur sent alla sína steina hefur steina sem telja eru engin stig gefin heldur eru sett „X“ á skortöfluna.
      • 2) Ef liðið sem ekki hefur sent alla sína steina hefur steina sem telja gilda þau stig og eru sett á skortöfluna.
      • 3)  Ef engir steinar telja eru sett „X“ á skortöfluna.

Hér má velta fyrir sér í fyrsta lagi setningunni "...þegar annað liðið er stærðfræðilega útilokað frá sigri." Þetta þýðir einfaldlega að ekki skal halda áfram leik ef staðan er orðin þannig að lið getur ekki skorað nógu mörg stig til að jafna leikinn. Hér er dæmi til útskýringar: Verið er að spila lokaumferð í leik og lið A er yfir gegn liði B 8-5. Þegar líður á umferðina hefur lið A e.t.v. náð að skjóta út nokkrum steinum frá liði B þannig að loks kemur að því að lið B á aðeins eftir að senda tvo steina og á engan möguleika á að skjóta inn fleiri af sínum steinum til að skora þrjú stig og jafna leikinn, eða þá að það á einn stein sem telur, engan sem hægt er að skjóta í og koma inn í talningu og á aðeins eftir að senda einn stein. Í þessu tilviki skal hætta leik þegar "...liðið er stærðfræðilega útilokað frá sigri," eins og segir í reglunum.

En hvernig á þá að skrifa stigin þegar leik er hætt áður en allir steinar hafa verið sendir? Þar kemur einmitt til skjalanna grein (h).

  • Ef bæði liðin eiga einhverja steina eftir þegar leik er hætt er skráð "X" á stigatöfluna (og í dæminu okkar yrðu þá úrslitin 8-5).
  • Ef hins vegar annað liðið hefur sent alla sína steina en hitt ekki (segjum að lið B eigi eftir einn stein þegar það er "stærðfræðilega útilokað frá sigri" og hættir þar með leik) þá gæti liðið fengið stig ef það á stein sem telur. Lið B fengi þá 1 stig í lokaumferðinni og úrslitin yrðu 8-6.
  • Ef engir steinar telja er augljóslega sett "X" á stigatöfluna því hvorugt liðið skorar.