Fyrri dagur RIG

Aldís Kara Bergsdóttir
Aldís Kara Bergsdóttir
Átta A keppendur frá listhlaupadeild SA taka þátt í RIG um helgina. Keppni hófst í gær með keppnishópnum 8A þar gerði hin knáa Ísold Fönn Vilhjálmsdóttir gerði sèr lítið fyrir og vann flokkin með miklum yfirburðum með 28,66 stigum.
 
Því næst tók 10A flokkurinn við. Þar átti Rebekka Rós Ómarsdóttir frábæran dag og sigraði flokkinn á nýju persónulegu meti 33,24 stig. 
Næstar í röðinni voru stelpurnar í 12 A. Aldís Kara Bergsdóttir sigraði flokkinn með 35,80 stigum og Ásdís Arna Fen Bergsveinsdóttir hafnaði í öðru sæti með 35,56 stig.
Eftir smá hlè var komið að stelpunum í Advanced novice að skauta stutta prógramið sitt. Eftir það stendur Emilía Rós Ómarsdóttir efst með 25,71 stig. Önnur er Marta María Jóhannsdóttir með 24,76 stig og fjórða er Pálína Höskuldsdóttir með 20,44 stig.
Í junior flokki keppir Elísabet Ingibjörg Sævarsdóttir hún er sem stendur sjöunda með 24,16 stig að loknum fyrri keppnisdeginum.
Keppninni verður svo haldið áfram um hádegisbil á morgun þegar stelpurnar í advanced novice og junior flokkunum skauta langa prógramið sitt.
Við óskum stelpunum innilega til hamingju árangurinn og hvetjum alla til að fylgjast með langa prógraminu á Rúv, en þar er sýnt beint frá íslensku móti í listhlaupi í sjónvarpi.