Karfan er tóm.
Fyrri keppnisdeginum á Íslandsmótinu og fyrri keppnisdeginum á Íslandsmeistaramótinu í listhlaupi fór fram á laugardag en þar hófst keppnin með keppnisflokknum chicks. Þar áttum við einn keppanda hana Berglindi Ingu. Því næst fór fram keppni í hópnum cups. Þar áttum við líka einn keppanda hana Sædísi Hebu. Þær stóðu sig gríðarlega vel, en í yngstu hópunum er ekki raðað í sæti.
Þá tók við keppni í Basic Novice. Þar áttum við tvo keppendur Þær Freydísi Jónu Jing og Kristbjörgu Evu. Freydís Jóna bar sigur úr bítum með 26,71 stig. Kristbjörg Eva skautaði í 7.sæti með 15,17 stig. Næst fór fram keppni í Intermediate Ladies þar áttum við þrjá keppendur að þessu sinni þær Elísabetu Ingibjörgu (Guggu), Evu Björg og Hugrúnu Önnu. Gugga skautaði í 2 sæti á fyrsta mótinu sínu hér á landi í eitt og hálft ár með 34.41 stig. Eva Björg hafnaði í 4 sæti með 31.48 stig og Hugrún Anna hafnaði í 7.sæti með 26.74 stig.
Síðasti hópurinn í Íslandsmótinu var intermediate novice. Þar áttum við einn keppanda hana Telmu Marý. Hún skautaði í áttunda sæti með 18.00 stig.
Að lokinni hyllingu íslenska lýðveldisins og heflun var komið að keppni í Advanced novice. Hér áttum við tvo keppendur þær Ísold Fönn og Júlíu Rós. Ísold Fönn stendur efst að loknu stutta prógramminu með 41.51 stig, sem er hæsta einkunn fyrir stutt prógramm sem íslenskur skautari hefur fengið. Ísold var bæði með 2 Axel í sóló stökki og 3 Toeloop í samsetningu í stutta prógramminu sínu. Júlía Rós skilaði mjög fallega skautuðu stuttu prógrammi sem skilaði henni í 5.sæti með 25.22 stig.
Þá var komið að keppni í junior. Þar áttum við þrjá keppendur þær Aldísi Köru, Ásdísi Örnu Fen og Mörtu Maríu. Að loknu stutta prógramminu stendur Marta María efst með 38.64 stig. Aldís Kara stendur önnur með 37.94 stig. Ásdís Arna stendur 5 með 28.90 stig.