Fyrri keppnisdegi á Íslandsmóti ÍSS lokið

12 ára og yngri B
12 ára og yngri B

Þá er fyrri keppnisdegi á Íslandsmóti ÍSS lokið. Stelpurnar okkar stóðu sig með miklum sóma í dag. LSA eignaðist 2 Íslandsmótsmeistara í dag þær Katrínu Sól í 10 ára og yngri B og Júliu Rós í 12 ára og yngri B.

Mótið hófst klukkan 7:30 á keppni í 8 ára og yngri B. Þar áttum við tvo af fimm keppendum í flokknum, þær Sædísi Hebu og Magdalena Sulova. Sædís hafnaði í 2.sæti með 14.22 stig og Magdalena í því 4 með 12.93 stig.

 

Því næst var komið að keppni í 10 ára og yngri B. Þar áttum við þrjá af 10 keppendum í flokknum,  þær Evu Maríu, Katrínu Sól og Kristbjörgu Evu. Katrín Sól sigraði flokkinn með 20.64 stig. Kristbjörg Eva hafnaði í 7.sæti með 15.27 stig og Eva María í því 8. með 15.20 stig.

Í flokknum 12 ára og yngra komu SA stúlkur sáu og sigruðu. Við áttum 4 af 11 keppendum í flokknum, þær Bríeti Berndsen, Júlíu Rós, Kolfinnu Ýr og Telmu Marý. Þær röðuðu sér í fjögur efstu sætin. Júlía Rós sigraði með 29.33 stig. Kolfinna Ýr varð önnur með 23.03 stig, Telma Marý varð þriðja með 21.97 stig og Bríet Berndsen varð fjórða með 21.07 stig.

Eftir verðlaunaafhendingu og heflun var komið að keppni með stutta prógrammið í stúlknaflokki A. Þar eigum við þrjá keppendur að þessu sinni þær Aldísi Köru, Ásdísi Örnu og Mörtu Maríu. Að loknum fyrri keppnisdegi stendur Marta María efst með 14.64 stig í tæknieinkunn og samanlagt 27.92 stig, Ásdís Arna önnur með 14.53 stig í tæknieinkunn og samanlagt 27.07 stig og Aldís Kara fjórða með 11.03 stig í tæknieinkunn og samanlagt 22.89 stig.

Elísabet Ingibjörg (Gugga) var síðust á ísin af okkar keppendum í dag í keppni Junior A (stutt prógram) Hún lauk keppni með 13.45 stig í tæknieinkunn og 27.57 stig samanlagt og er hún í sjötta sæti að loknum fyrri keppnisdegi.

Keppni hefst svo aftur kl.7:30 á morgun með keppni í flokkum 8 ára og yngri A og 10 ára og yngri A.

Til hamingju með árangurinn stelpur.