Karfan er tóm.
Ekki er enn komið nafn á þetta mót en það mun koma fljótlega. Dregið verður í riðla fyrir leik á mánudagskvöldið. Þar sem liðin eru fimm í hvorum riðli sitja alltaf tvö lið yfir í hverri umferð. Þar sem öll liðin mæta á mánudag verða tvö af þeim að sitja yfir fyrsta kvöldið, en þau geta tekið æfingaleik sín í milli.
Leikið verður í tveimur riðlum A og B. Leiknar eru 6 umferðir. Náist ekki úrslit í 6 umferðum skal leika aukaumferð. Fyrir sigur í leik fær liðið 2 stig. Liðið sem flest stig fær í sínum riðli telst sigurvegari riðilsins. Séu lið jöfn að stigum í riðlinum gilda úrslit úr innbyrðis viðureign liðanna. Fáist ekki úrslit með þessu móti skal nota skotkeppni þar sem einn maður úr hverju liði sendir stein að miðju hrings og raðast liðin eftir því hver næstur er miðju. Sé lið ekki fullskipað lágmark 3 leikmenn, eða ekki mætt 10 mínútum eftir að leikur á að hefjast telst leikurinn tapaður. Fær þá andstæðingurinn 2 stig 4 umferðir og 4 steina. Eftir að riðlakeppni lýkur leika liðin sem enduðu í tveimur efstu sætum riðlanna undanúrslitaleiki, þannig að lið A 1 leikur við B 2 og B 1 við A 2 og næstu tvö þar neðan við eftir sama kerfi um fimmta til áttunda sæti. Liðin í fimmta sæti hvors riðils leika um 9 sætið um leið og undanúrslit verða leikin. Sjá nánar að neðan. Undanúrslitin leikast þannig:A1 | B2 | A3 | B4 | A5 | B5 | |
B1 | A2 | B3 | A4 |
Eftir undanúrslit spila liðin eins og taflan að neðan sýnir til úrslita.
1 s. | sigurlið | A1/B2 | B1/A2 |
3 s. | taplið | A1/B2 | B1/A2 |
5 s. | sigurlið | A3/B4 | B3/A4 |
7 s. | taplið | A3/B4 | B3/A4 |