Karfan er tóm.
Húsbygg Bikarmótið fór af stað með látum í kvöld.
Fjögur nýjustu liðin drógust saman í fyrstu umferðinni. Üllevål spilaði á móti Silverfox (Húsbygg ) og sigraði þá 10 - 1. Pálmi og félagar spiluðu við Háskólaliðið 3 guys and 1 Hildur og endaði sá leikur 8 - 5 fyrir Háskólaliðinu. Riddarar spiluðu við Víkinga og tóku þá á endasprettinum með því að skora 4 steina í lokalotunni við gríðarlegan fögnuð Riddara en liðin voru jöfn að steinum 3 - 3 fyrir lokaumfferðina. Fífur spiluðu við Garpa og endaði sá leikur 7 - 2 fyrir Garpa. Bragðarefir og Svartagengið áttust við í jöfnum leik þar sem staðan var 5 - 3 fyrir Bragðarefi fyrir lokaumferðina, en Svartagengið náði að skora 3 steina í síðustu umferð og vinna leikinn 6 - 5. Skyttur koma inn í 6 liða úrslitin í næstu umferð. Liðin sem spila í næstu umferð eru:3 guys 1 Hildur |
Garpar |
Riddarar |
Skyttur |
Svartagengið |
Üllevål |