Gestir á svellinu, vant krullufólk óskast til aðstoðar

Einn leikur í deildarkeppni Íslandsmótsins verður leikinn miðvikudagskvöldið 17. mars. Á einhverjum brautum verður óvant fólk að kynna sér krulluíþróttina og er þörf á vönu krullufólki til að leiðbeina því.
Líklega verða litlir hópar frá tveimur vinnustöðum undir handleiðslu krullufólks sem tengist þeim hópum. Auk þess mætir væntanlega hópur frá Sjúkrahúsinu á Akureyri á svellið til að æfa sig fyrir mót sem starfsfólk Sjúkrahússins ætlar að halda bráðlega og keppa í krullu. Þar sem aðeins einn leikur fer fram á miðvikudagskvöldið má gera ráð fyrir að eitthvað af krullufólki sé á lausu, þó svo væntanlega nýti sumir tækifærið til hvíldar og sitji heima. Þörf er fyrir nokkra einstaklinga sem gætu verið starfsfólki Sjúkrahússins innan handar, sýnt gestunum hvernig á að bera sig að og haldið utan um æfinguna hjá þeim, meðal annars til að tryggja að leikurinn í Íslandsmótinu geti farið fram ótruflaður.