Gimli Cup: Úrslit fyrstu umferðar

Garpar, Víkingar og Fálkar unnu leiki fyrstu umferðar.

Fyrsta umferð Gimli Cup fór fram í kvöld. Garpar sigruðu Mammúta auðveldlega, Vikingar náðu að snúa leik sínum gegn Riddurum við í síðari hlutanum og tryggja sér sigur eftir að hafa lent 0-4 undir og Fálkar unnu Fífurnar í leik þar sem mikið var skorað.

Úrslit kvöldsins:

Mammútar - Garpar  1-5
Riddarar - Víkingar  4-8
Fálkar - Fífurar  10-6

Önnur umferð fer fram mánudagskvöldið 8. nóvember en þá eigast við Víkingar-Fálkar, Skytturnar-Mammútar, Garpar-Riddarar. Fífurnar sitja hjá. Ísumsjón verður í höndum Víkinga og Fálka.

Ætlunin er að vera með opið hús og fá nýtt fólk til að koma og prófa næsta miðvikudagskvöld, 3. nóvember. Krullufólk er hvatt til að senda vinum sínum tölvupóst eða boð á Facebook - búið að stofna "viðburð" þar (sjá tengil hér fyrir neðan).