Karfan er tóm.
Mammútar, Ice Hunt og Dollý unnu leiki sína í fyrstu umferð Gimli Cup sem fram fór í gærkvöldi. Sprengjumaður mætti í Skautahöllina, en granítsteinarnir eru þó væntanlega ekki í hættu.
Sprengjumaðurinn var mættur á svellið til að spila spila krullu. Þarna var á ferðinni nýr meðlimur í lið Freyja. Martin Gossweiler heitir maðurinn, er Svisslendingur og hefur eitthvað með sprengiefni að gera við gerð Vaðlaheiðarganganna. Vonandi líst honum ekki þannig á granítið í krullusteinunum að hann fari að bora gat í þá fyrir sprengihleðslur.
En þá að úrslitum kvöldsins. Mammútar skoruðu fjóra steina gegn Skyttum strax í fyrstu umferðinni og héldu forystunni út leikinn, loka tölur 10-4. Freyjur og Ice Hunt áttust við í hnífjöfnum leik þar sem úrslitin réðust í lokaumferðinni þar sem Freyjur höfðu eins stigs forystu, en Ice Hunt náði þremur steinum í lokaumferðinni. Dollý - sem er nýtt nafn á gömlu liði, svona að mestu leyti - mætti Víkingum og hafði betur, 12-3, með góðu skori í lokaumferðunum.
Úrslit og leikjadagskrá (excel-skjal)
2. umferð fer fram mánudagskvöldið 18. nóvember, en þá eigast við:
Freyjur - Dollý
Mammútar - Víkingar
Skytturnar - Ice Hunt
Ísumsjón: Dollý, Víkingar, Ice Hunt