Gimlicup fjórðu umferð lokið

Mammútar óstöðvandi

Efstu liðin Mammútar og Garpar áttust við í kvöld og réðust úrslit á síðasta stein þar sem Mammútar náðu að skjóta út innsta stein Garpa.  Hinir leikirnir unnust nokkuð sannfærandi, og þau lið sem voru stigalaus náðu stigum í kvöld og eru því öll liðin komin með stig.Víkingar unnu Svartagengið 7 - 3  Skyttur unnu Bragðarefi 7 - 3 og  Riddarar unnu Fífur einnig 7 - 3 . Ridarar þar með búnir að ná úthaldinu.  Eins og sjá má þá enduðu þrír leikir kvöldsins 7 - 3 og einn 6 - 4. það voru því skoraðir 10 steinar í hverjum leik og þau lið sem sigruðu unnu öll fjórar umferðir. Næstu leikir verða á mánudag eftir viku og eigast þá viðð Riddarar og Skyttur, Svartagengið og Garpar, Mammútar og Víkingar og Bragðarefir og Fífur.  Úrslit og staða eru eftst á síðunni.