Karfan er tóm.
Þrír leikir leiknir í kvöld
Einum leik var frestað í kvöld vegna veikinda í liði Mammúta. Svartagengið sigraði Fífur naumlega 6 - 4 en Fífur Gátu jafnað í síðustu umferð og knúið fram aukaenda en steinn þeirra fór örlítið of langt þannig að steinn SG taldi. Víkingar Sigruðu Riddara 6 - 3 og Garpar sigruðu Bragðarefi 9 - 1 eftir aðeins fjórar lotur en þá gáfust Bragðarefir upp. Mammútar eru komnir með aðra höndina á bikarinn þar sem þeir þurfa aðeins að sigra í öðrum leiknum sem þeir eiga eftir, Garpar eru eina liðið sem getur jafnað þá að stigum en Mammútar sigruðu Garpa og yrðu því ofar á reglunni um innbyrðis viðureign. Garpar eru öruggir með annað sætið þar sem ekkert annað lið getur náð 10 stigum. Baráttan verður hörð um þriðja sætið en Skyttur, Bragðarefir og Svartagengið geta öll náð 8 stigum.