Gimli/Íslandsmótið 2025

Þó ein umferð sé eftir af Gimli mótinu eru Grísir búnir að tryggja sér Gimli bikarinn. Grísir hafa unnið alla leiki sína á mótinu og eru með fullt hús stiga eða 8 stig. Garpar, Víkingar og IceHunt berjast hins vegar um annað sætið í mótinu sem tryggir þeim yfirsetu í fyrstu umferð íslandsmótsins. Liðin eru öll með 4 stig og hvert þeirra getur náð öðru sætinu ef leikirnir spilast þannig. Víkingar og Garpar eigast við innbyrðis og það lið sem vinnur þann leik er nánast búið að tryggja sér annað sætið þar sem lið IceHunt vantar frekar marga enda til að ná öðru sætinu vinni þeir sinn leik á móti Riddurum. Ef Víkingar og Garpar gera jafntefli og IceHunt vinnur sinn leik þá endar IceHunt í öðru sæti með 6 stig og Víkingar og Garpar enda þá með 5 stig þannig að þetta er allt opið ennþá. 

Úrslitakeppnin fer fram á eftirfarandi hátt.

Liðin í fyrsta og öðru sæti sitja hjá í fyrstu umferð.  Liðin í 4 og 5 sæti spila saman og sigurvegari í þeirri viðureign spilar síðan við lið sem endaði í fyrsta sæti ( Grísir)

Liðin sem enda í 3 og 6 sæti spila saman og sigurvegari í þeirri viðureign spila við liðið sem endar í öðru sæti. 

Staðan eins og hún er fyrir síðustu umferðina.

Gæti verið mynd af texti

 

 

Gæti verið mynd af map og Texti þar sem stendur "Íslandsmótiő 2025 Liễ 1 og2 sitja 1og2sitjahjáí hjáí fyrstu umferd Fyrsta umferő úrslitakeppni 4 saeti Önnur umferő Taplia 4-5 og3-6 sitja hjá priőja umferő Sigurvegari leikur vio lia 1 saeti อแ liğin spila um saeti 5 saeti 1 saeti leikur νίδ (4 eda 5) 3 saeti Úrslitaleikur Sigurvegarar leika til úrslita um titilinn Sigurvegari leikur ర్ lia 2 saeti 2 saeti leikur vio (3 e6a 6) 6 saeti og Taplia úr leikjum via saeti 1 leika um pridja saetio Taplia úr 4-5 leikur νίδ taplia úr r3-6 um saeti og6"